Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 14:35 Frá undirskriftasöfnuninni í dag. mynd/kristlaug sigurðardóttir Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó. Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Sjá meira
Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó.
Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Sjá meira
Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31