Innlent

Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir að Hanna Birna sagði af sér vegna lekamálsins.
Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir að Hanna Birna sagði af sér vegna lekamálsins. Vísir
Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi hafa skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi samþykkti þessa ályktun á á fundi sínum í kvöld. Segir fulltrúaráðið Ólöfu hafa sýnt það í störfum sínum nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til forystustarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur boðað að hún muni sækjast eftir endurkjöri í varaformannsembættið en Ólöf Nordal hefur hvorki viljað svara af eða á hingað til hvort hún ætli að sækjast eftir embættinu.


Tengdar fréttir

Vilja að Hanna Birna hætti við

Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku.

Ólöf Nordal óákveðin um framtíð sína

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, útilokar ekki að hún gefi kost á sér til þess að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný. Hún segir að ákvörðunin ráðist af því hvort hún ætli að gefa kost á sér til Alþingis á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×