Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2015 08:00 Sæfari sigldi ekki alltaf lygnan sjó í sumar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira