Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Árni Kjartansson öryggisvörður á Hlemmi harmar framkomu við starfsfólk á torginu. vísir/stefán Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær. Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær.
Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00