Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 11:30 Gylfi Þór í smá aðhlynningu á æfingu íslenska liðsins í Amsterdam í morgun. Vísir/Valli Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira