Hefði verið eðlilegt að byrja á réttum enda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 22:01 Kjartan Magnússon sat einn hjá við atkvæðagreiðsluna um móttöku flóttamanna. Vísir/ANton/Getty Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur. Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur.
Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15
Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24