Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 14:30 Hjónabönd aðila af sama kyni voru gerð lögleg í Bandaríkjunum af Hæstarétti landsins í júní. Vísir/AFP Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“ Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“
Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57