Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 15:49 Helgi Hrafn segir tölur yfir haldlögð fíkniefni vandræðalegar, Grímur segir bannstefnan engu skila og Pétur reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“ Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“
Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41