Innlent

Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins

Jakob Bjarnar skrifar
Verulegt magn fíkniefna var gert upptækt á helstu hátíðum það sem af er árs og má vart á milli sjá hvar lögreglan var duglegust að finna fíkniefnin.
Verulegt magn fíkniefna var gert upptækt á helstu hátíðum það sem af er árs og má vart á milli sjá hvar lögreglan var duglegust að finna fíkniefnin.
Ef marka má málaskrá lögreglunnar þá var veruleg fíkniefnaneysla á helstu hátíðum sem haldnar voru í sumar og í vor. Sónarhátíðin var haldin í Hörpu dagana 13.–15. febrúar 2014. Alls var 31 brot skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar sem gerir að meðaltali 10 á dag. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin dagana 31. júlí til 4. ágúst árið 2014. Alls var 51 fíkniefnabrot skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar (að meðaltali 10 á dag) og svo er það Secret Solstice, var haldin í Laugardal dagana 20.–22. júní 2014; alls voru skráð 39 fíkniefnabrot í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar (að meðaltali 13 á dag).

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar um vímu- og fíkniefnabrotu á þessum tilteknu hátíðum. Helgi Hrafn spurði hversu mikið magn vímu- og fíkniefna var gert upptækt, hversu margir greiddu sektir og hversu oft leiddi brot til skráningar í sakaskrá auk þess þá hversu mörg mál þurfti að fella niður? Samkvæmt óskum fyrirspyrjanda var svarið sundurliðiðað.

Hér fyrir neðan má sjá töflur frá lögreglunni yfir það magn sem gert var upptækt á þessum téðu hátíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×