Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:07 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30