Fótbolti

Sjáðu mörkin úr sigri U21-árs landsliðsins á Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U21 árs og yngri vann frækinn sigur á Frakklandi í dag, en Ísland vann 3-2 sigur í leik liðanna á Kópavogsvelli.

Oliver Sigurjónsson kom Íslandi yfir af vítapunktinum, en Aymeric Laporte jafnaði svo fyrir Frakkland skömmu fyrir hlé.

Hjörtur Hermannsson og Oliver Sigurjónsson komu Íslandi í 3-1, en Grejohn Kyei minnkaði muninn á ný fyrir Frakkland í uppbótartíma.

Nær komust Frakkarnir ekki og annar sigur Íslands í jafn mörgum leikjum staðreynd. Liðið spilar gegn Norður-Írlandi á þriðjudag.

Mörkin úr leiknum má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.