Fótbolti

Sjáðu mörkin úr sigri U21-árs landsliðsins á Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U21 árs og yngri vann frækinn sigur á Frakklandi í dag, en Ísland vann 3-2 sigur í leik liðanna á Kópavogsvelli.

Oliver Sigurjónsson kom Íslandi yfir af vítapunktinum, en Aymeric Laporte jafnaði svo fyrir Frakkland skömmu fyrir hlé.

Hjörtur Hermannsson og Oliver Sigurjónsson komu Íslandi í 3-1, en Grejohn Kyei minnkaði muninn á ný fyrir Frakkland í uppbótartíma.

Nær komust Frakkarnir ekki og annar sigur Íslands í jafn mörgum leikjum staðreynd. Liðið spilar gegn Norður-Írlandi á þriðjudag.

Mörkin úr leiknum má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.