Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 23:01 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015 Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015
Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29