Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 23:01 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015 Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015
Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29