Innlent

Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Vísir/GVA
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2016 er lagt til að hækka framlög til kirkjumála um 409,7 milljónir króna. Í prósentum samsvarar hækkunin 4,9 prósentum. Þar af eru almennar verðlagsbreytingar þó 278,6 milljónir króna

Heildarframlög til kirkjumála voru 5.438,7 milljónir króna samkvæmt fjárlögum 2015 og nú er lagt til að þau verði 5.848,4 milljónir króna.

Þá er gert ráð fyrir að sóknargjöld hækki um 165,1 milljón króna til að vega á móti hluta aðhaldskrafna á tímabilinu 2009-2012. Hækkun sóknargjalda nær þó ekki einungis til Þjóðkirkjunnar, heldur annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

„Miðað við fyrrgreindar fjárheimildir frumvarpsins er því gert ráð fyrir að greitt sóknargjald til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga verði 898 kr. á mánuði árið 2016 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri, sem er hækkun um 9% frá yfirstandandi ári.“

Í frumvarpinu má sjá að eini liður þeirra sem teljast til Kirkjumála hluti kirkjunnar sem fær skerðingu er Kristnisjóður. Þar er um 600 þúsund króna lækkun að ræða og fara framlög úr 72 milljónum í 71,4 milljónir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×