Kirkjan vill að ríkið standi við samninginn Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 20:18 „Alls nemur sá afsláttur sem kirkjuþing hefur veitt ríkisvaldinu um það bil 2,5 milljörðum frá árinu 2010.“ Vísir/Valli Uppfært: Í upprunalegu fréttinni stóð að kirkjan hefði hafnað tillögu ráðherra sex sinnum. Það er ekki rétt og er þetta í fyrsta sinn sem slíkri tillögu er hafnað. Kirkjuþing hafnaði í dag tillögu innanríkisráðherra um afslátt af kirkjujarðasamkomulaginu. Þetta er í sjötta sinn sem ráðherra fer fram á afslátt og í fyrsta sinn sem því er hafnað. Í tilkynningu frá þjóðkirkjunni segir að kirkjujarðasamkomulagið sé samningur tveggja aðila og þar hafi þjóðkirkjan „staðið að fullu við sinn hluta samningsins.“ „Nú fer þjóðkirkjan fram á að ríkið geri slíkt hið sama og áréttar að um er að ræða efndir ríkisins á samningi en ekki fjárveitingu,“ segir í tilkynningu þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að ríkið greiði laun 107 presta í stað 138 eins og kveðið sé á um í samkomulaginu. „Kirkjuþing hefur fallist á þessa skerðingu eitt ár í senn með hliðsjón af bágri stöðu ríkissjóðs í kjölfar efnahagsáfallsins en nú eru forsendur breyttar. Þjóðkirkjan hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu og getur ekki lengur sinnt skyldum sínum eða haldið uppi eðlilegri þjónustu með samdrætti, niðurskurði og eignasölu. Þar er komið að þolmörkum.“Kirkjujarðasamkomulagið er frá 1997 og fól í sér að þjóðkirkjan afhenti ríkisvaldinu um 600 jarðir til eignar. Á móti fékk kirkjan árleg afgjöld sem námu launum 138 presta og nokkrum starfsmönnum kirkjunnar. Í tilkynningunni segir að meðal þeirra eigna sé land undir Garðabæ og fleiri jarðir sem hlutar bæjarfélaga standi nú á. Síðar bættust Þingvellir við. „Alls nemur sá afsláttur sem kirkjuþing hefur veitt ríkisvaldinu um það bil 2,5 milljörðum frá árinu 2010. Í kirkjujarðasamkomulaginu er ákvæði þess efnis að vísa megi útfærslu samningsins og fjármálalegum atriðum til gerðardómsnefndar, rísi ágreiningur um þessi atriði.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Uppfært: Í upprunalegu fréttinni stóð að kirkjan hefði hafnað tillögu ráðherra sex sinnum. Það er ekki rétt og er þetta í fyrsta sinn sem slíkri tillögu er hafnað. Kirkjuþing hafnaði í dag tillögu innanríkisráðherra um afslátt af kirkjujarðasamkomulaginu. Þetta er í sjötta sinn sem ráðherra fer fram á afslátt og í fyrsta sinn sem því er hafnað. Í tilkynningu frá þjóðkirkjunni segir að kirkjujarðasamkomulagið sé samningur tveggja aðila og þar hafi þjóðkirkjan „staðið að fullu við sinn hluta samningsins.“ „Nú fer þjóðkirkjan fram á að ríkið geri slíkt hið sama og áréttar að um er að ræða efndir ríkisins á samningi en ekki fjárveitingu,“ segir í tilkynningu þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að ríkið greiði laun 107 presta í stað 138 eins og kveðið sé á um í samkomulaginu. „Kirkjuþing hefur fallist á þessa skerðingu eitt ár í senn með hliðsjón af bágri stöðu ríkissjóðs í kjölfar efnahagsáfallsins en nú eru forsendur breyttar. Þjóðkirkjan hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu og getur ekki lengur sinnt skyldum sínum eða haldið uppi eðlilegri þjónustu með samdrætti, niðurskurði og eignasölu. Þar er komið að þolmörkum.“Kirkjujarðasamkomulagið er frá 1997 og fól í sér að þjóðkirkjan afhenti ríkisvaldinu um 600 jarðir til eignar. Á móti fékk kirkjan árleg afgjöld sem námu launum 138 presta og nokkrum starfsmönnum kirkjunnar. Í tilkynningunni segir að meðal þeirra eigna sé land undir Garðabæ og fleiri jarðir sem hlutar bæjarfélaga standi nú á. Síðar bættust Þingvellir við. „Alls nemur sá afsláttur sem kirkjuþing hefur veitt ríkisvaldinu um það bil 2,5 milljörðum frá árinu 2010. Í kirkjujarðasamkomulaginu er ákvæði þess efnis að vísa megi útfærslu samningsins og fjármálalegum atriðum til gerðardómsnefndar, rísi ágreiningur um þessi atriði.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira