Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2015 07:00 Þýskir lögreglumenn stöðva för flóttafólks á lestarstöð í Lübeck, en fólkið hugðist fara þaðan með lest til Danmerkur. vísir/EPA „Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
„Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira