Fanndís Friðriksdóttir skaut Breiðablik ansi langt með að tryggja sér titilinn í Pepsi-deild kvenna þegar hún skoraði sigurmark Blika gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í gær.
Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir Stjörnuna. Ef liðið myndi tapa leiknum væri það sjö stigum á eftir Stjörnuni og einungis fjórir leikir eftir. Breiðablik hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.
Sjá meira: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Blikar með níu fingur á titlinum
Fanndís skoraði eina mark leiksina á 49. mínútu. Hún fékk þá boltann utan teigs, lék á varnarmann og þrumaði boltanum í fjærhornið. Fallegt mark.
Markið má sjá með því að smella hér í lýsingu Tómas Meyer.
