Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2015 21:29 Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt. Vísir/Getty Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“ Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“
Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44