Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2015 21:29 Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt. Vísir/Getty Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“ Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“
Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44