Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2015 21:29 Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt. Vísir/Getty Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“ Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“
Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44