Lífið

Sam skráði sig á Ashley Madison: „Hef aldrei haldið framhjá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Málið tilheyrir fortíðinni hjá fjölskyldunni.
Málið tilheyrir fortíðinni hjá fjölskyldunni.
Sam og Nia Rader halda úti raunveruleikastöð á Youtube þar sem áhorfendur fá að fylgjast með lífi þeirra.

Í nýjasta myndbandi þeirra skötuhjúa kemur fram að Sam hafi skráð sig á síðuna Ashley Madison fyrir tveimur árum en síðan hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.

Á dögunum kom Sam Nia á óvart með því að tilkynna henni að hún væri ólétt og að þau ættu von á þriðja barninu.

Sjá einnig: Pabbinn greinir mömmunni frá að þau eigi von á barni

Því næst kom fram myndband þar sem fram kom að Nia hefði misst fóstrið.

Sjá einnig: Missti fóstrið: „Ég fann legið tæmast“

Sam segist sjá eftir því að hafa skráð sig á vefsíðuna og að konan hans og guð hafi fyrirgefið honum og þetta hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar.

„Ég skráði mig á síðuna fyrir tveimur árum og þetta mál tilheyrir fortíð okkar,“ segir Sam á YouTube síðu þeirra.

„Ég ákvað að skrá mig á síðuna áður en við byrjuðum hér á YouTube. Ég fór með málið til kirkjunnar sem við erum í núna á sínum tíma. Nú hefur konan mín fyrirgefið mér fyrir þessi mistök. Ég hef einnig beðið um fyrirgefningu frá guði og hann hefur veitt mér þá fyrirgefningu. Ég hef aldrei hitt neina manneskju í gegnum þessa vefsíðu og hef aldrei haldið framhjá.“ 


Tengdar fréttir

Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann

Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga.

Hulunni svipt af framhjáhöldurum

Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×