Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madsion, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Þrjótarnir hótuðu í síðasta mánuði að svipta hulunni af öllum þrjátíu og sjö milljón notendum síðunnar, og virðast nú hafa staðið við loforð sitt.
Um er að ræða 9,7 gígabæt af upplýsingum um fólkið, en í gögnunum er meðal annars að finna kennitölur, kortanúmer og reikningsnúmer. Enn sem komið er eru gögnin inn á leynilegri vefsíðu sem einungis er aðgengileg í gegnum dulkóðaða vafra.
Hulunni svipt af framhjáhöldurum
