Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 18:59 Af ótta við fyrrverandi sambýlismann sinn flutti Ásdís Hrönn Viðarsdóttir til Þórshafnar árið 2012. vísir/anton Hæstiréttur hefur vísað nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur á hendur fyrrverandi sambýlismanni hennar aftur heim í hérað en Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði fyrr í mánuðinum vísað kröfunni frá. Var málinu vísað frá héraðsdómi vegna þess að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra virti ekki tímafresti þegar farið var fram á nálgunarbannið. Ásdís óskaði eftir því að maðurinn yrði látinn sæta nálgunarbann 7. júlí síðastliðinn en lögreglustjórinn fór ekki fram á bannið fyrr en rúmum mánuði síðar. Lögreglustjóri þarf að taka ákvörðun um nálgunarbann eigi síðar en sólarhring eftir að beiðni frá brotaþola hefur borist. Í dómi Hæstaréttar segir að þótt brestur verði á því að virða tímamörk hjá lögreglu geti það „ekki ekki varðað frávísun máls frá héraðsdómi heldur ber héraðsdómara að meta hvort þetta standi því í vegi að bann verði lagt á. Verður því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi af sjálfsdáðum og leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.“ Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Hún var í viðtali við Fréttablaðið nýverið sem lesa má hér. Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur á hendur fyrrverandi sambýlismanni hennar aftur heim í hérað en Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði fyrr í mánuðinum vísað kröfunni frá. Var málinu vísað frá héraðsdómi vegna þess að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra virti ekki tímafresti þegar farið var fram á nálgunarbannið. Ásdís óskaði eftir því að maðurinn yrði látinn sæta nálgunarbann 7. júlí síðastliðinn en lögreglustjórinn fór ekki fram á bannið fyrr en rúmum mánuði síðar. Lögreglustjóri þarf að taka ákvörðun um nálgunarbann eigi síðar en sólarhring eftir að beiðni frá brotaþola hefur borist. Í dómi Hæstaréttar segir að þótt brestur verði á því að virða tímamörk hjá lögreglu geti það „ekki ekki varðað frávísun máls frá héraðsdómi heldur ber héraðsdómara að meta hvort þetta standi því í vegi að bann verði lagt á. Verður því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi af sjálfsdáðum og leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.“ Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Hún var í viðtali við Fréttablaðið nýverið sem lesa má hér.
Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30