Lífið

Allt á fullu fyrir Kings of Leon tónleikana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Menn vinna hörðum höndum.
Menn vinna hörðum höndum. vísir
Stórtónleikar Kings of Leon verða í Nýju-Laugardalshöllinni annað kvöld og má búast við um tíu þúsund manns á tónleikunum.

Nú starfa um 40-50 manns á svæðinu við það að koma öllu í standa áður en hljómsveitin stígur á stokk.

Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum.

Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár.

Hér að neðan má sjá myndir úr höllinni þar sem vinna stendur yfir fyrir tónleikana. 


Tengdar fréttir

Þrír risa LED skjáir verða á Kings of Leon

"Að þessu sinni tekur uppsetningarferlið sirka fjóra daga,“ segir Hrannar sem starfar sem verkefnisstjóri fyrir Senu sem stendur fyrir Kings of Leon tónleiknum á fimmtudagskvöld.

Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands

Á fimmtudaginn mun Kings of Leon halda sína fyrstu tónleika hér á landi í Nýju-Laugardalshöllinni. Hljómsveitin hefur ýmsar sérþarfir varðandi búningsherbergin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×