Kaleo tók upp myndband í nístingskulda í Þríhnúkagíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 08:30 Strákarnir í Kaleo voru heillaðir af umhverfinu ofan í Þríhnúkagíg. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við. Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við.
Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira