Lífið

Þrír risa LED skjáir verða á Kings of Leon

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Að þessu sinni tekur uppsetningarferlið sirka fjóra daga,“ segir Hrannar sem starfar sem verkefnisstjóri fyrir Senu sem stendur fyrir Kings of Leon tónleiknum á fimmtudagskvöld.

Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Tæplega 40-50 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana.

„Allt undirbúningsferlið hefur tekið um fjóra mánuði og byrjar með tölvupóstsamskiptum. Í Laugardalshöll komast tíu þúsund manns, þ.e.a.s. í nýju höllina.“

Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við notum þrjá risa LED skjái. Tveir af þeim voru að koma til landsins og síðan er annar sem er aðeins eldri eða sirka árs gamall. Þetta verður í staðinn fyrir myndvarpa sem eru annaðhvort daufir eða viðkvæmir fyrir utanaðkomandi ljósi.“

Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár.


Tengdar fréttir

Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands

Á fimmtudaginn mun Kings of Leon halda sína fyrstu tónleika hér á landi í Nýju-Laugardalshöllinni. Hljómsveitin hefur ýmsar sérþarfir varðandi búningsherbergin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×