Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2015 11:22 Jared Followill Vísir/Getty Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins. Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins.
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira