Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2015 11:22 Jared Followill Vísir/Getty Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins. Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins.
Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira