Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2015 11:22 Jared Followill Vísir/Getty Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira