Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 15:45 Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni í sumar. Vísir/Andri Marinó Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34
Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49
Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00