"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 20:00 Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir.
Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30