Stuð í Herjólfsdal: Reyndu að komast í stemninguna á Þjóðhátíð án miða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2015 12:54 Miðaverð á Þjóðhátíð var hækkað í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Nokkrir tugir fólks gerðu tilraun til þess að komast í Herjólfsdal án miða í gærkvöldi, fyrsta kvöldi Þjóðhátíðar. Hinum sömu var jafnóðum hent út af svæðinu en í kringum tuttugu öryggisverðir standa vaktina um Dalinn og sjá meðal annars til þess að miðalausir fái ekki aðgang. Stemningin í Herjólfsdal í gærkvöldi var með eindæmum góð. Veður var milt og þurrt sem hefur góð áhrif á fólk ef marka má ummæli lögreglu hér í Eyjum undanfarin ár. 22 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi þar sem efni af ýmsum gerðum komu við sögu, allt frá amfetamíni og hassi yfir í kókaín. Í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar. Ekki liggur fyrir hve margir gestir eru staddir á Heimaey en kunnugir telja þá nokkuð færi en á sama tíma í fyrra. Hvers vegna færri séu mættir í ár en undanfarin ár er ekki ljóst en nefnt hefur verið að hækkun á miðaverði gæti hafa haft sitt að segja. Hins vegar er veðurspá mjög góð svo reikna má með því að fjölmargir gestir gætu skellt sér á miða í dag eða á morgun.Bubbi og Dimma luku tónleikum sínum á laginu Fjöllin hafa vakað.Vísir/Óskar P. FriðrikssonAllt ætlaði um koll að keyra Sálin hans Jóns míns flutti Þjóðhátíðarlag sitt „Haltu fast í höndina á mér“ í gær. Friðrik Dór, Bubbi og Dimma héldu uppi stuðina í aðdraganda brennunnar sem kveikt var upp í á miðnætti. Aðdragandinn var sérstaklega flottur en þegar eldur átti að kvikna urðu blístur og læti gesta í Dalnum minni en vonir stóðu til. Ástæðan var einföld. Það kviknaði ekki almennilega í brennunni. Starfsmenn voru þó fljótir til og með benínsið og bálkesti að vopni var brennan orðin tignarleg innan nokkurra mínútna. Stóð hún lóðrétt sökum þess að vind hreyfði varla og var sérstaklega glæsileg. Að lokinni brennu trylltu strákarnir í FM95Blö lýðinn. Ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir fluttu eigið þjóðhátíðarlag. Land og Synir og Sóldögg spiluðu svo á stóra sviðinu og var stuð langt fram á nótt. Þegar fólk rankaði við sér í morgun voru göturnar svartar af bleytu og rigndi framan af degi. Nú er hins vegar farið að birta til og vonast eftir fínu veðri í dag. Tengdar fréttir Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28 Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43 Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Nokkrir tugir fólks gerðu tilraun til þess að komast í Herjólfsdal án miða í gærkvöldi, fyrsta kvöldi Þjóðhátíðar. Hinum sömu var jafnóðum hent út af svæðinu en í kringum tuttugu öryggisverðir standa vaktina um Dalinn og sjá meðal annars til þess að miðalausir fái ekki aðgang. Stemningin í Herjólfsdal í gærkvöldi var með eindæmum góð. Veður var milt og þurrt sem hefur góð áhrif á fólk ef marka má ummæli lögreglu hér í Eyjum undanfarin ár. 22 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi þar sem efni af ýmsum gerðum komu við sögu, allt frá amfetamíni og hassi yfir í kókaín. Í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar. Ekki liggur fyrir hve margir gestir eru staddir á Heimaey en kunnugir telja þá nokkuð færi en á sama tíma í fyrra. Hvers vegna færri séu mættir í ár en undanfarin ár er ekki ljóst en nefnt hefur verið að hækkun á miðaverði gæti hafa haft sitt að segja. Hins vegar er veðurspá mjög góð svo reikna má með því að fjölmargir gestir gætu skellt sér á miða í dag eða á morgun.Bubbi og Dimma luku tónleikum sínum á laginu Fjöllin hafa vakað.Vísir/Óskar P. FriðrikssonAllt ætlaði um koll að keyra Sálin hans Jóns míns flutti Þjóðhátíðarlag sitt „Haltu fast í höndina á mér“ í gær. Friðrik Dór, Bubbi og Dimma héldu uppi stuðina í aðdraganda brennunnar sem kveikt var upp í á miðnætti. Aðdragandinn var sérstaklega flottur en þegar eldur átti að kvikna urðu blístur og læti gesta í Dalnum minni en vonir stóðu til. Ástæðan var einföld. Það kviknaði ekki almennilega í brennunni. Starfsmenn voru þó fljótir til og með benínsið og bálkesti að vopni var brennan orðin tignarleg innan nokkurra mínútna. Stóð hún lóðrétt sökum þess að vind hreyfði varla og var sérstaklega glæsileg. Að lokinni brennu trylltu strákarnir í FM95Blö lýðinn. Ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir fluttu eigið þjóðhátíðarlag. Land og Synir og Sóldögg spiluðu svo á stóra sviðinu og var stuð langt fram á nótt. Þegar fólk rankaði við sér í morgun voru göturnar svartar af bleytu og rigndi framan af degi. Nú er hins vegar farið að birta til og vonast eftir fínu veðri í dag.
Tengdar fréttir Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28 Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43 Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28
Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43
Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30