Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍA 1-1 | Bróðurleg skipting stiga í Fossvoginum Árni Jóhannsson á Víkingsvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Ívar Örn Jónsson skoraði sigurmark Víkings gegn Val í síðustu umferð. vísir/andri marinó Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira