Þetta er í annað skiptið sem Allen gerir tilraun til þessa en það gerðist einnig árið 2012. Þá þurfti hann frá að hverfa sökum slæmra veðurskilyrða. Í gær gekk allt upp.
Bell from WWII battle-cruiser Hood recovered! Will be restored & @RoyalNavy to create memorial for 1,415 lost at sea https://t.co/r8cIJmvMW9
— Paul Allen (@PaulGAllen) August 8, 2015
HMS Hood var sökkt þann 24. maí árið 1941 af þýska orrustuskipinu Bismarck. Með Hood fórust 1.415 manns og hlutu vota gröf á 2.800m dýpi. Þremur skipverjum var bjargað og lést sá síðasti árið 2008. Skipið Prinsinn af Wales var laskað í orrustunni. Tveimur dögum síðar biðu sömu örlög Bismarck en 2.200 fórust er Bismarck sökk.

„Það er spurning hverjir mæta en við höfum haft samband við kóngafólk enda flestir prinsarnir menntaðir í sjóhernum. Þetta er mesta og besta herskip sem Bretar hafa átt,“ segir Egill.
Aðspurður hvernig Octopus og Paul Allen tengist HMS Hood svarar Egill að Allen sé að leika sér að skoða gömul skipsflök. Octopus sé búið tveimur kafbátum sem nýtist vel til verksins. Fyrr á árinu fann hann til að mynda japanska skipið Musashi.
Skipsbjallan fer nú í vörslu breska varnamálaráðuneytisins áður en hún verður flutt á safn breska sjóhersins.