Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2015 12:45 Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar. Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52