Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 13:12 Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira