Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 13:12 Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira