Kristján Flóki í aðalhlutverki er FH féll úr leik í Aserbaísjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 14:31 Kristján Flóki skoraði og var svo rekinn út af. Vísir/Valli FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira