Enski boltinn

Koeman: Við þurfum miðverði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southampton lenti í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Southampton lenti í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. vísir/afp
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, er í miðvarðaleit eftir að í ljós kom að Rúmeninn Florin Gardos verður frá 6-7 mánuði vegna hnémeiðsla.

Þá kemur Belginn Toby Alderweireld ekki aftur til Southampton en hann er farinn til Tottenham. Alderweireld lék sem lánsmaður með Southampton frá Atletico Madrid á síðasta tímabili og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins.

„Það er forgangsatriði að fá 1-2 miðverði,“ sagði Koeman sem er að hefja sitt annað tímabil sem stjóri Dýrlinganna.

„Við erum of þunnskipaðir,“ bætti Hollendingurinn við en Maya Yoshida og Jose Fonte eru einu miðverðirnir sem Koeman getur valið úr þessa stundina.

Southampton hefur fengið fimm leikmenn í sumar: Jordy Clasie, Cedric Soares, Cuco Martina, Juanmi og Maarten Stekelenburg.

Á móti kemur að liðið er búið að selja tvo lykilmenn; Morgan Schneiderlin til Manchester United og Nathaniel Clyne til Liverpool.


Tengdar fréttir

Southampton bætir í leikmannahópinn

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur gengið frá kaupunum á Cédric Soares, portúgölskum varnarmanni, frá Sporting Lissabon.

Arftaki Schneiderlin fundinn

Ronald Koeman er búinn að finna arftaka Morgans Schneiderlin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Southampton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.