Enski boltinn

Alderweireld genginn í raðir Tottenham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Toby Alderweireld er orðinn leikmaður Tottenham.
Toby Alderweireld er orðinn leikmaður Tottenham. vísir/getty
Toby Alderweireld, varnarmaður belgíska landsliðsins í knattspyrnu, er genginn í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Hann kemur til liðsins frá Atlético Madrid, en Alderweireld var á láni hjá Southampton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stóð sig frábærlega.

Southampton vildi fá leikmanninn til frambúðar og nýtti sér forkaupsrétt sinn á honun, en Atlético keypti hann út úr forkaupsréttinum og seldi hann til Tottenham.

„Ég er mjög stoltur að vera orðinn leikmaður Tottenham. Þetta er stórt félag og það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir félag eins og Spurs,“ segir hann í viðtali við heimasíðu Tottenham.

Alderweireld hóf ferilinn hjá Ajax en var í tvö ár hjá Atlético þar sem hann komst aldrei í byrjunarliðið. Hann sló í gegn með Dýrlingunum á síðustu leiktíð og heldur nú áfram í enska boltanum.

Frá því var greint í gær að Southampton hafði lagt inn 20 milljóna punda tilboð í leikmanninn, en það var greinilega of seint.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.