Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 14:35 Frá undirskriftasöfnuninni í dag. mynd/kristlaug sigurðardóttir Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó. Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó.
Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31