Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 23:27 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar sem er farin til að vekja athygli á nauðgunum og kynferðislegri áreitni og þöggun samfélagsins þegar kemur að málaflokknum vísir/andri Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48