Ný stikla fyrir Hungurleikana frumsýnd á Comic Con-ráðstefnunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 10:45 Stjörnur Hungurleikanna: Willow Shields, Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth og NIna Jacobson. vísir/getty Comic Con-ráðstefnan hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur alla helgina. Ráðstefnan er haldin árlega og nýtur mikilla vinsælda. Upphaflega var um að ræða myndasöguráðstefnu en í dag er mesta athyglin á fjölda nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem kynnt eru á ráðstefnunni ár hvert. Leikstjórar og leikarar sitja gjarnan fyrir svörum aðdáenda á ráðstefnunni og á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær mættu stjörnur Hungurleikanna og kynntu seinustu myndina í seríunni, Hungurleikarnir: Hermiskaði – seinni hluti. Jennifer Lawrence sem fer með hlutverk söguhetjunnar Katniss Everdeen í myndunum sat fyrir svörum ásamt leikurunum Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Willow Shields og Nina Jacobson. Þau sögðust öll vera leið yfir því að Hungurleikarnir væru nú að renna sitt skeið en myndirnar, sem byggðar eru á samnefndum bókum Suzanne Collins, hafa notið gríðarlegra vinsælda. Leikararnir spjölluðu ekki aðeins við aðdáendur heldur var einnig frumsýnd ný stikla fyrir myndina. Hún er þó ekki enn komin á netið en í staðinn settu framleiðendurnir stutta klippu á Youtube þar sem sjá má Katniss Everdeen ásamt hernum í 13. umdæmi.Klippuna má sjá hér að neðan og hér má sjá kynningarfundinn sem haldinn var á Comic Con í gær. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45 Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00 Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Comic Con-ráðstefnan hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur alla helgina. Ráðstefnan er haldin árlega og nýtur mikilla vinsælda. Upphaflega var um að ræða myndasöguráðstefnu en í dag er mesta athyglin á fjölda nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem kynnt eru á ráðstefnunni ár hvert. Leikstjórar og leikarar sitja gjarnan fyrir svörum aðdáenda á ráðstefnunni og á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær mættu stjörnur Hungurleikanna og kynntu seinustu myndina í seríunni, Hungurleikarnir: Hermiskaði – seinni hluti. Jennifer Lawrence sem fer með hlutverk söguhetjunnar Katniss Everdeen í myndunum sat fyrir svörum ásamt leikurunum Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Willow Shields og Nina Jacobson. Þau sögðust öll vera leið yfir því að Hungurleikarnir væru nú að renna sitt skeið en myndirnar, sem byggðar eru á samnefndum bókum Suzanne Collins, hafa notið gríðarlegra vinsælda. Leikararnir spjölluðu ekki aðeins við aðdáendur heldur var einnig frumsýnd ný stikla fyrir myndina. Hún er þó ekki enn komin á netið en í staðinn settu framleiðendurnir stutta klippu á Youtube þar sem sjá má Katniss Everdeen ásamt hernum í 13. umdæmi.Klippuna má sjá hér að neðan og hér má sjá kynningarfundinn sem haldinn var á Comic Con í gær.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45 Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00 Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 Katniss Everdeen biðlar til fólks að beina vopnum sínum til Kapitol í fyrstu stiklunni úr lokamynd seríunnar. 9. júní 2015 15:45
Hemsworth boðið hlutverk Hunger Games-stjörnunni Liam Hemsworth hefur verið boðið aðalhlutverkið í ID Forever, sem er framhald hinnar vinsælu Independence Day sem kom út 1996. 29. janúar 2015 13:00
Launahá Lawrence Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers. 12. maí 2015 11:30
Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00