Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2015 13:25 Ferðamenn munu þurfa að greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum á komandi misserum. Vísir/vilhelm Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22