Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 12:46 Herbergi á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“ Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“
Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29