Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 12:46 Herbergi á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“ Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreiti Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira
Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“
Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreiti Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29