Innlent

Vettvangsleit að föngunum ekki hafin

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Á Kvíabryggju eru 22 fangaklefar og hér má sjá einn þeirra.
Á Kvíabryggju eru 22 fangaklefar og hér má sjá einn þeirra. vísir/pjetur
Vettvangsleit að föngunum tveimur sem struku frá Kvíabryggju er ekki hafin. Ákveðið ferli hefur verið sett af stað og öllum lögregluþjónum landsins hefur verið gert viðvart um hvarf fanganna.Þetta segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, í samtali við Vísi. „Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig. Það er engin vettvangsleit í gangi. Það fer ákveðið ferli í gang sem við getum ekki upplýst mikið um, ekki á þessu stigi, en það er vinna í gangi má segja,“ segir hann.Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi fer með málið. Ekki er talið að ógn stafi af föngunum, sem báðir eru á tvítugsaldri og telur fangelsismálastjóri því ekki þörf á að nafn- eða myndgreina þá.Upp komst um flótta mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Mennirnir voru dæmdir til fangelsisvistar vegna neyslu- og auðgunarbrota.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.