Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 12:46 Herbergi á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“ Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“
Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent