Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2015 09:36 Frá Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira