Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2015 09:36 Frá Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira