Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:28 Reem fell í stafi við útskýringar kanslarans. vísir/skjáskot Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira