Fótbolti

Nefnd um endurskipulagningu FIFA skilar tillögum á morgun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sepp Blatter
Sepp Blatter vísir/epa
Stjórnendur FIFA munu hittast á morgun til að ræða mögulega leiðir til úrbóta hjá sambandinu verða til umræðu. Margir styrktaraðilar sambandsins fara fram á að miklar endurbætur verði gerðar ellegar hverfi þeir á braut. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Nefnd undir formennsku Domenico Scala leggur tillögurnar fram en fregnir herma að til standi að auka gegnsæi varðandi laun og hvers lags greiðslur. Auk þess verður lagt til að menn geti aðeins setið í embættum í takmarkaðan tíma.

Óvíst er hvernig breytingarnar munu falla í kramið hjá Sepp Blatter, forseta FIFA, sem hefur setið í embætti síðan 1998. Í kjölfar fjölda skandala sem skóku sambandið sagði hann af sér embætti en tilkynnti skömmu síðar að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Hann situr fram í desember en þá verður eftirmaður hans kjörinn.

Einnig er ekki víst hvort aðilar tengdir FIFA muni taka tillögunum vel. Téður Scala var skipaður af Sepp Blatter og sækir umboð sitt til hans. Margir hafa kallað eftir því að óháðir aðilar taki yfir endurskipulagningu FIFA til að tryggja að spillingu verði eytt úr knattspyrnuheiminum.


Tengdar fréttir

Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna

Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×