Óli Þórðar: Það er stór hátíð í Víkinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:23 Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira