Stuðningsmaður Viking segir Jón Daði álíka mjúkan á boltann og steypu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2015 08:30 Jón Daði Böðvarsson gæti verið á leið til Kaiserslautern í Þýskalandi. mynd/viking-fk.no „Kaiserslautern er búið að bjóða aftur í Jón Daða Böðvarsson. Hvað á Viking að gera?“ Að þessu spyr Hans Petter Jörgensen, stuðningsmaður norska úrvalsdeildar liðsins Viking í Stavanger, í pistli sem hann skrifar á vefsíðu Aftonbladet. Jörgensen er fastur pistlahöfundur um uppáhaldsliðið sitt. Nú þegar er klárt að Viking er að missa einn sinn besta mann undanfarin ár, Veton Berisha, og Jörgensen óttast að Viking sökkvi eins og Titanic í haust verði báðir seldir, eins og hann orðar það. Hann segir peninginn sem Viking fái fyrir Jón Daða líklega bæta upp fyrir það, að liðið mun hrapa niður úr Evrópubaráttunni í deildinni og falla úr leik í bikarnum. Liðið er í þriðja sæti í úrvalsdeildinni norsku og komið í átta liða úrslit bikarsins. „Spurningin er: Hvað er það sem við missum ef við seljum Böðvarsson?“ spyr Jörgensen. „Við höfum séð brot af því hversu góður hann getur orðið en löngum stundum er hann jafnmjúkur á boltann og steypa,“ segir hann. Jörgensen segir það mikinn missi að Berisha sé að fara en hann er óviss um hvort liðið muni sakna Jóns Daða. „Það eina sem er klárt er að við getum fengið 2-3 milljónir fyrir hann núna í staðinn fyrir ekkert eftir hálft ár,“ segir Jörgensen, en samningur Jóns Daða rennur út í lok ársins. „Besta lausnin er þessi: Ef liðið getur fengið reyndan framherjan á láni út tímabilið ætti það að selja Böðvarsson. Ef það er ekki hægt á Jón Daði að vera hjá okkur út árið.“ „Framherji sem vill sýna sig fyrir framtíðar atvinnurekendum sínum og landsliði sem er á leið á EM ætti ekki að vanta hvatningu,“ segir Hans Petter Jörgensen. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
„Kaiserslautern er búið að bjóða aftur í Jón Daða Böðvarsson. Hvað á Viking að gera?“ Að þessu spyr Hans Petter Jörgensen, stuðningsmaður norska úrvalsdeildar liðsins Viking í Stavanger, í pistli sem hann skrifar á vefsíðu Aftonbladet. Jörgensen er fastur pistlahöfundur um uppáhaldsliðið sitt. Nú þegar er klárt að Viking er að missa einn sinn besta mann undanfarin ár, Veton Berisha, og Jörgensen óttast að Viking sökkvi eins og Titanic í haust verði báðir seldir, eins og hann orðar það. Hann segir peninginn sem Viking fái fyrir Jón Daða líklega bæta upp fyrir það, að liðið mun hrapa niður úr Evrópubaráttunni í deildinni og falla úr leik í bikarnum. Liðið er í þriðja sæti í úrvalsdeildinni norsku og komið í átta liða úrslit bikarsins. „Spurningin er: Hvað er það sem við missum ef við seljum Böðvarsson?“ spyr Jörgensen. „Við höfum séð brot af því hversu góður hann getur orðið en löngum stundum er hann jafnmjúkur á boltann og steypa,“ segir hann. Jörgensen segir það mikinn missi að Berisha sé að fara en hann er óviss um hvort liðið muni sakna Jóns Daða. „Það eina sem er klárt er að við getum fengið 2-3 milljónir fyrir hann núna í staðinn fyrir ekkert eftir hálft ár,“ segir Jörgensen, en samningur Jóns Daða rennur út í lok ársins. „Besta lausnin er þessi: Ef liðið getur fengið reyndan framherjan á láni út tímabilið ætti það að selja Böðvarsson. Ef það er ekki hægt á Jón Daði að vera hjá okkur út árið.“ „Framherji sem vill sýna sig fyrir framtíðar atvinnurekendum sínum og landsliði sem er á leið á EM ætti ekki að vanta hvatningu,“ segir Hans Petter Jörgensen.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira