Fyrirliði SJK: FH gæti verið í toppbaráttunni í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 13:05 Þjálfari SJK og fyrirliðinn alveg öskrandi hress á blaðamannafundi í dag. vísir/andri marinó „Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira