Davíð Þór: Kom á óvart hversu góðir þeir eru í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2015 11:30 Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/andri marinó „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30