Óvíst að lögin nái í gegn í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:15 vísir/stefán BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira