Óvíst að lögin nái í gegn í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:15 vísir/stefán BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira